Quantcast
Channel: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 484

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

$
0
0


Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel. 

Buffaló vængir með gráðostasósu

15 – 20 kjúklingavængir 
3 msk hveiti 
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk paprikukrydd
2 – 3 Buffalo sósa 

Aðferð: 

  1. Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel.
  2. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 50 – 55 mínútur. Snúið vængjunum nokkrum sinnum á meðan þeir eru í ofninum.
  3. Þegar þeir eru tilbúnir látið þá í skál og blandið buffalo sósunni saman við, setjið þá aftur á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 2 – 3 mínútur.

Berið þá fram með gráðostasósu og sellerí. 


 Gráðostasósa

200 g sýrður rjómi 18% frá MS 
3 msk majónes
safi úr hálfri sítrónu 
100 g gráðostur
salt og nýmalaður pipar


Aðferð: 

  1. Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar.



Ég keypti tilbúna sósu og ég get svo sannarlega mælt með Guy sósunum, en þær fást í Hagkaup.


Góða helgi.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 484